Hoppa yfir valmynd

Málefni dómsmálaráðuneytisins

Málefni dómsmálaráðuneytisins eru skilgreind í forsetaúrskurði um skiptingu stjórnarmálefna milli ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands (31.01.2022).

 Dómsmálaráðuneyti fer með mál er varða:

  1. Skipulag, rekstur og starfsmannahald ráðuneytisins.
  2. Ákæruvald, þar á meðal:
    • Embætti ríkissaksóknara.
    • Embætti héraðssaksóknara.
  3. Dómstóla, aðra en félagsdóm, þar á meðal:
    • Dómstólasýsluna.
    • Dómnefnd um hæfni umsækjenda um embætti dómara.
    • Nefnd um dómarastörf.
  4. Réttarfar, þar á meðal:
    • Meðferð einkamála.
    • Meðferð sakamála.
    • Aðför, kyrrsetningu, lögbann og löggeymslu.
    • Gjaldþrotaskipti, greiðslustöðvun og nauðasamninga.
    • Tímabundnar heimildir til fjárhagslegrar endurskipulagningar.
    • Nauðungarsölur.
    • Lögbókandagerðir.
    • Öflun sönnunargagna vegna ætlaðra brota á hugverkaréttindum.
    • Nálgunarbann og brottvísun af heimili.
    • Lúganósamninginn um dómsvald og um viðurkenningu og fullnustu dóma í einka­málum.
  5. Réttaraðstoð, þar á meðal:
    • Gjafsókn, þ.m.t. málefni gjafsóknarnefndar.
    • Réttaraðstoð vegna nauðasamninga.
    • Gagnkvæma alþjóðlega réttaraðstoð.
  6. Refsirétt.
  7. Refsingar fyrir hópmorð, glæpi gegn mannúð, stríðsglæpi og glæpi gegn friði.
  8. Skaðabótarétt og sanngirnisbætur, þar á meðal:
    • Bætur til þolenda afbrota, þ.m.t. málefni bótanefndar um greiðslu bóta til þolenda afbrota.
    • Sanngirnisbætur, þ.m.t. málefni úrskurðarnefndar um sanngirnisbætur.
    • Skaðabætur utan samninga.
    • Niðurjöfnunarmenn sjótjóns.
  9. Lögmenn, dómtúlka og skjalaþýðendur, þ.m.t. málefni úrskurðarnefndar lögmanna.
  10. Framfylgd laga og reglna um undirbúning stjórnarfrumvarpa.
  11. Birtingu laga og stjórnvaldserinda, þar á meðal:
    • Lagasafn.
    • Lögbirtingablað.
    • Stjórnartíðindi.
  12. Eignarrétt og veðrétt, þar á meðal:
    • Eignar- og afnotarétt fasteigna.
    • Framkvæmd eignarnáms, sem eigi ber undir annað ráðuneyti, þ.m.t. málefni mats­nefndar eignarnámsbóta.
    • Þinglýsingar.
    • Landamerki.
    • Landskipti.
    • Hefð.
  13. Fullnustu refsinga, þar á meðal:
    • Fangelsi.
    • Fangavist.
    • Reynslulausn fanga og samfélagsþjónustu.
    • Flutning dæmdra manna.
    • Náðun og sakaruppgjöf.
    • Fangelsismálastofnun.
  14. Almannavarnir.
  15. Leit og björgun, þar á meðal:
    • Samræmda neyðarsvörun.
    • Vöktun innviða.
  16. Lögreglu og löggæslu, þar á meðal:
    • Landamæravörslu.
    • Gæslu landhelgi og fiskimiða.
    • Skipströnd og vogrek.
    • Framsal og afhendingu sakamanna.
    • Schengen.
    • Aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka.
    • Erfðaefnisskrá lögreglu.
    • Öryggisþjónustu í atvinnuskyni.
    • Mennta- og starfsþróunarsetur lögreglu.
    • Embætti ríkislögreglustjóra.
    • Lögreglustjóraembætti.
    • Nefnd um eftirlit með lögreglu.
  17. Sjómælingar og sjókortagerð.
  18. Vopnamál.
  19. Áfengislög.
  20. Sifjarétt, þar á meðal:
    • Hjúskaparlög.
    • Barnalög.
    • Ættleiðingar.
    • Viðurkenningu og fullnustu erlendra ákvarðana um forsjá barna, afhendingu brott­numinna barna o.fl.
  21. Persónurétt og persónuvernd, þar á meðal:
    • Lögræði.
    • Mannanöfn og málefni mannanafnanefndar.
    • Persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga.
    • Vinnslu persónuupplýsinga í löggæslutilgangi.
    • Persónuvernd.
  22. Erfðarétt, lög um horfna menn og yfirfjárráð, skipti á dánarbúum.
  23. Kirkjugarða, greftrun og líkbrennslu.
  24. Trúmál, þar á meðal:
    • Trúfélög.
    • Þjóðkirkjuna.
    • Sóknargjöld.
    • Frið vegna helgihalds.
    • Lífsskoðunarfélög.
  25. Persónuskilríki, þ.m.t. vegabréf, önnur en diplómatísk.
  26. Ríkisborgararétt.
  27. Málefni útlendinga, að frátöldum atvinnuleyfum, sbr. x-lið 4. tölul. 3. gr. og þjónustu við umsækjendur um alþjóðlega vernd, sbr. g-lið 2. tölul. 3. gr., þar á meðal:
    • Útlendingastofnun.
    • Kærunefnd útlendingamála.
  28. Happdrætti, veðmálastarfsemi, talnagetraunir og almennar fjársafnanir.
  29. Framkvæmdarvald og stjórnsýslu ríkisins í héraði, þ.m.t. sýslumenn og hreppstjóra.
  30. Kosningar, þar á meðal:
    • Kjör til forseta Íslands, kosningar til Alþingis og sveitarstjórna, þjóðaratkvæða­greiðslur og aðrar almannakosningar sem eigi ber undir annað ráðuneyti.
    • Úrskurðarnefnd kosningamála.
  31. Starfsemi stjórnmálasamtaka.
  32. Málefni sjóða og stofnana sem starfa samkvæmt staðfestri skipulagsskrá.
  33. Landhelgisgæslu Íslands.

Bækur í hillu, skrautmynd

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum