Síðustu úrskurðir

692/2017. Úrskurður frá 6. júlí 2017

Kæru vegna synjunar á aðgangi að gögnum í vörslum Langanesbyggðar var vísað frá úrskurðarnefnd um upplýsingamál þar sem sveitarfélagið afhenti kæranda gögnin eftir að kæra barst. Lesa meira

691/2017. Úrskurður frá 6. júlí 2017

Kærð var synjun Matvælastofnunar á beiðni blaðamanns um aðgang að gögnum um aðbúnað dýra á tilteknu lögbýli. Synjun stofnunarinnar var byggð á á 9. gr. upplýsingalaga. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál taldi ljóst að þær upplýsingar sem fram kæmu í gögnunum varði einkamálefni einstaklinga í skilningi 9. gr. upplýsingalaga. Þegar vegnir væru saman hagsmunir aðila málsins af því að upplýsingar um viðkvæm persónuleg málefni þeirra fari leynt á móti þeim almennu hagsmunum sem felast í því að fjölmiðlar fái aðgang að gögnum um aðbúnað dýra, þótti nefndinni hinir fyrrgreindu vega þyngra. Var því ákvörðun Matvælastofnunar um synjun beiðni kæranda staðfest.

Lesa meira

Eldri úrskurðir