Hoppa yfir valmynd

29 Fjölskyldumál​

Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið
Fjármála- og efnahagsráðuneytið
Forsætisráðuneytið
Mennta- og barnamálaráðuneytið
Heilbrigðisráðuneytið
Dómsmálaráðuneytið

Skilgreining málefnasviðs

Starfsemi á þessu málefnasviði er á ábyrgð félags- og vinnumarkaðsráðherra að undanskildum bótum vegna veikinda og slysa er heyra undir heilbrigðisráðherra, barnabótum sem heyra undir fjármála- og efnahagsráðherra, Barna- og fjölskyldustofu og Ráðgjafar- og greiningarstöð sem heyra undir mennta- og barnamálaráðherra, auk laga um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna og umboðsmanns barna sem heyrir undir forsætisráðherra. Auk þess fellur Innheimtustofnun sveitarfélaga og greiðsla meðlaga samkvæmt lögum nr. 76/2003 undir málaflokkinn en þessi verkefni heyra nú undir dómsmálaráðherra. Málefnasviðið skiptist í sjö málaflokka sem sjá má í eftirfarandi töflu. Þar má jafnframt sjá fjárhagslega þróun málefnasviðsins og einstakra málaflokka á tímabilinu 2022–2024. Helstu áherslum, framtíðarsýn og meginmarkmiðum á málefnasviðinu er lýst í fjármálaáætlun.

Fjárhagsleg þróun málefnasviðsins og einstakra málaflokka á tímabilinu 2022–2024

Útgjaldarammi - heildaryfirlit og breytingar eftir tilefnum

Myndin hér á eftir sýnir sundurliðaðar breytingar á útgjaldaramma málefnasviðsins eftir helstu tilefnum, sem nánar er greint frá í inngangskafla málefnasviða.

Breytingar á ramma milli áranna 2023 og 2024

Heildargjöld málefnasviðs 29 Fjölskyldumál árið 2024 eru áætluð 62.913,5 m.kr. og aukast um 3.192,1 m.kr. á föstu verðlagi fjárlaga 2023, eða sem svarar til 5,5%. Þegar tekið er tillit til áhrifa af almennum launa- og verðlagsbreytingum hækka útgjöldin um 4.599,2 m.kr. milli ára, eða sem svarar til 7,9%.

Myndin endurspeglar þá útfærslu og forgangsröðun sem unnin er út frá stefnumótun málefnasviðsins. Sú niðurstaða getur eftir atvikum vikið frá þeim viðmiðum sem sett voru í fjármálaáætlun, t.a.m. þannig að nýju útgjaldasvigrúmi hafi að einhverju leyti verið jafnað á móti aðhaldsmarkmiði. Aðhaldsmarkmiðið felur m.a. í sér sértækar afkomubætandi aðhaldsráðstafanir á málefnasviðum og er nánar fjallað um þær í kafla 5 Útgjöld ríkissjóðs. 

Útgjaldarammi - hagræn skipting útgjalda

Í eftirfarandi töflu eru útgjöld málefnasviðsins, þróun fjárheimilda og fjármögnun frá árinu 2022 greind í fjóra þætti eftir hagrænni skiptingu, eins og nánar er greint frá í inngangskafla málefnasviða. Hagræn skipting útgjalda niður á málaflokka birtist í fylgiriti með fjárlögum.

Útgjöld málefnasviðsins, þróun fjárheimilda og fjármögnun frá árinu 2022 greind í fjóra þætti eftir hagrænni skiptingu

29.1 Barnabætur

Málaflokkurinn tekur til barnabóta sem eru tekjutengdar bætur sem greiddar eru með börnum yngri en 18 ára. Fjárhæð barnabóta ræðst af fjölda og aldri barna á heimili, hjúskaparstöðu foreldra og tekjum þeirra. Barnabætur eru tekjutengdar til að ná því fram að stuðningur barnabóta sé mestur hjá þeim fjölskyldum sem þurfa mest á stuðningi að halda en meginmarkmið barnabóta er að vinna gegn fátækt barna. Barnabætur byggjast á A-lið 68. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt, og annast Skatturinn umsýslu barnabóta. Nánar er fjallað um málaflokkinn í fjármálaáætlun, þar á meðal ábyrgðarskiptingu, helstu áskoranir og tækifæri, markmið og mælikvarða um árangur o.fl.

Í eftirfarandi töflu má sjá helstu verkefni málaflokksins árið 2024 og tengingu þeirra við markmið ásamt helstu breytingum sem verða á fjárveitingum á milli ára. Eingöngu eru sýndar breytingar sem verða á fjárveitingum til verkefna frá fjárlögum ársins 2023. Þannig endurspegla fjárhæðir ekki heildarfjárveitingar til verkefna nema í tilvikum þar sem breyting á milli ára felur í sér heildarfjármögnun verkefnisins.

 

Helstu verkefni 2024

Framkvæmdaraðili

Breyting á fjárveitingu til verkefnis

Markmið 1: Auka stuðning við tekjulága foreldra

Skerðingar verða minni og fjárhæðir barnabóta hækka.

Fjármála- og efnahagsráðuneyti

Innan ramma

Eitt skerðingarhlutfall verður með börnum óháð hjúskaparstöðu og mun einnig taka til skerðingarhlutfalls með börnum yngri en sjö ára.

Fjármála- og efnahagsráðuneyti

Innan ramma

Markmið 2: Gagnsætt og fyrirsjáanlegt barnabótakerfi

Unnið verður að upptöku samtímabarnabóta sem miðar við að biðtími barnabóta verði aldrei lengri en fjórir mánuði.

Fjármála- og efnahagsráðuneyti

Innan ramma

     

Heildarfjárheimild til málaflokksins fyrir árið 2024 er áætluð 16.000 m.kr. og hækkar um 1.435 m.kr. frá gildandi fjárlögum. Hækkunin er seinni liður í stuðningi stjórnvalda vegna kjarasamninga á almennum markaði en fyrri liðurinn kom til framkvæmdar í fjárlögum ársins 2023.

Engar breytingar eru á hagrænni skiptingu innan málaflokksins.

29.2 Fæðingarorlof

Starfsemi málaflokksins er í höndum Fæðingarorlofssjóðs sem er í vörslu Vinnumálastofnunar. Nánar er fjallað um málaflokkinn í fjármálaáætlun, þar á meðal ábyrgðarskiptingu, helstu áskoranir og tækifæri, markmið og mælikvarða um árangur o.fl.

Í eftirfarandi töflu má sjá helstu verkefni málaflokksins árið 2024 og tengingu þeirra við markmið ásamt helstu breytingum sem verða á fjárveitingum á milli ára. Eingöngu eru sýndar breytingar sem verða á fjárveitingum til verkefna frá fjárlögum ársins 2023. Þannig endurspegla fjárhæðir ekki heildarfjárveitingar til verkefna nema í tilvikum þar sem breyting á milli ára felur í sér heildarfjármögnun verkefnisins.

 

Helstu verkefni 2024

Framkvæmdaraðili

Breyting á fjárveitingu til verkefnis

Markmið 1: Jöfn nýting foreldra á fæðingarorlofi

Litið verður til mats á mánaðarlegri hámarksgreiðslu úr Fæðingarorlofssjóði til foreldra í fæðingarorlofi, í tengslum við stuðning stjórnvalda vegna kjarasamninga á almennum vinnumarkaði í desember 2022.

Félags- og vinnumarkaðsráðuneyti

Innan ramma

     

Heildarfjárheimild til málaflokksins fyrir árið 2024 er áætluð 24.054,7 m.kr. og lækkar um 1.003,9 m.kr. frá gildandi fjárlögum að frátöldum almennum launa- og verðlagsbreytingum en þær nema 49 m.kr.

Engar breytingar eru á hagrænni skiptingu innan málaflokksins.

Helstu breytingar á fjárheimildum málaflokksins eru eftirtaldar:

  1. Fjárheimild málaflokksins lækkar um 1.000 m.kr. Til grundvallar er litið til spár um fæðingar barna á næstu árum og raunútgjalda 2022 og 2023.
  2. Hlutdeild málaflokksins í aðhaldskröfu málefnasviðsins nemur 3,9 m.kr.

29.3 Bætur samkvæmt lögum um félagslega aðstoð, fjölskyldur

Málaflokkurinn tekur til greiðslna samkvæmt lögum nr. 99/2007, um félagslega aðstoð. Um er að ræða heimildargreiðslur sem eru háðar mati hverju sinni. Málaflokkurinn tekur einnig til mæðra- og feðralauna og endurgreiðslu umtalsverðs kostnaðar við læknishjálp og lyf. Tryggingastofnun annast framkvæmd málaflokksins. Ekki eru sett markmið eða mælikvarðar um árangur í málaflokknum.

Heildarfjárheimild til málaflokksins fyrir árið 2024 er áætluð 607,7 m.kr. og hækkar um 14 m.kr. frá gildandi fjárlögum til að mæta áætlaðri lýðfræðilegri fjölgun fólks, að frátöldum launa- og verðlagsbreytingum en þær nema 48,5 m.kr.

Engar breytingar eru á hagrænni skiptingu innan málaflokksins.

29.4 Annar stuðningur við fjölskyldur og börn

Starfsemi málaflokksins er í höndum umboðsmanns skuldara, Ráðgjafar- og greiningarstöðvar, Þjónustu- og þekkingarmiðstöðvar fyrir blinda, sjónskerta og einstaklinga með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu, Barna- og fjölskyldustofu, umboðsmanns barna og Innheimtustofnunar sveitarfélaga. Auk þess falla lög um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna, meðlög, sorgarleyfi og greiðslur til stuðnings fjölskyldum langveikra eða alvarlega fatlaðra barna undir málaflokkinn. Nánar er fjallað um málaflokkinn í fjármálaáætlun, þar á meðal ábyrgðarskiptingu, helstu áskoranir og tækifæri, markmið og mælikvarða um árangur o.fl.

Í eftirfarandi töflu má sjá helstu verkefni málaflokksins árið 2024 og tengingu þeirra við markmið ásamt helstu breytingum sem verða á fjárveitingum á milli ára. Eingöngu eru sýndar breytingar sem verða á fjárveitingum til verkefna frá fjárlögum ársins 2023. Þannig endurspegla fjárhæðir ekki heildarfjárveitingar til verkefna nema í tilvikum þar sem breyting á milli ára felur í sér heildarfjármögnun verkefnisins.

 

Helstu verkefni 2024

Framkvæmdaraðili

Breyting á fjárveitingu til verkefnis

Markmið 1: Bætt lífsgæði eldra fólks

Verkefnið Gott að eldast, sbr. þingsályktun um aðgerðaáætlun um þjónustu við eldra fólk fyrir árin 2023–2027 sem samþykkt var á 153. löggjafarþingi 2022–2023.  Sjá www.gottadeldast.is.

Félags- og vinnumarkaðsráðuneyti og heilbrigðisráðuneyti

Innan ramma

Markmið 2: Stigskipt þjónusta fyrir börn og fjölskyldur endurskipulögð

Innleiða lög um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna.

Mennta- og barnamálaráðuneyti

Innan ramma

Framfylgja þingsályktun, stefnu og aðgerðaáætlun um barnvænt Ísland; framkvæmd Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna.

Mennta- og barnamálaráðuneyti

Innan ramma

Vinna að þróun og innleiðingu mælaborðs sem ætlað er að tryggja betri yfirsýn yfir velferð barna.

Mennta- og barnamálaráðuneyti

Innan ramma

Vinna að aðgerðum þar sem leitast verður við að koma í veg fyrir og grípa inn í ofbeldi meðal barna.

Mennta- og barnamálaráðuneyti og

Barna- og fjölskyldustofa

75 m.kr.

Markmið 3: Ásættanlegur biðtími fyrir þjónustu fyrir börn

Sérstakar aðgerðir til að bregðast við löngum biðtíma eftir þjónustu fyrir börn.

Barna- og fjölskyldustofa og Ráðgjafar- og greiningastöð

Innan ramma

     

Heildarfjárheimild til málaflokksins fyrir árið 2024 er áætluð 14.100,3 m.kr. og hækkar um 680,5 m.kr. frá gildandi fjárlögum að frátöldum almennum launa- og verðlagsbreytingum en þær nema 853,2 m.kr.

Engar breytingar eru á hagrænni skiptingu innan málaflokksins.

Helstu breytingar á fjárheimildum málaflokksins eru eftirtaldar:

  1. Fjárheimild málaflokksins er aukin um 400 m.kr. hjá mennta- og barnamálaráðuneyti vegna áframhaldandi stuðnings við úrræði í tengslum við móttöku flóttabarna.
  2. Fjárheimild málaflokksins er aukin um 75 m.kr. hjá mennta- og barnamálaráðuneyti vegna aðgerða þar sem leitast verður við að koma í veg fyrir og grípa inn í ofbeldi meðal barna.
  3. Útgjaldasvigrúm málaflokksins er aukið um 210 m.kr. hjá félags- og vinnumarkaðsráðuneyti til að standa straum af samningum vegna öryggisvistunar ósakhæfra einstaklinga, sbr. markmið nr. 1 í málaflokki 27.3.
  4. Fjárheimild málaflokksins er aukin um 545 m.kr. til að mæta afskrifuðum meðlagskröfum sem falla undir dómsmálaráðuneytið.
  5. Fjárheimild málaflokksins er aukin um 101 m.kr. til að mæta áætlaðri lýðfræðilegri fjölgun fólks vegna umönnunargreiðslna samkvæmt lögum um félagslega aðstoð.
  6. Fjárheimild málaflokksins er aukin um 14,8 m.kr. vegna ráðstöfunar af útgjaldasvigrúmi félags- og vinnumarkaðsráðuneytis.
  7. Fjárheimild málaflokksins er aukin um 22,6 m.kr. vegna hækkunar á sértekjum sem hækka um sömu fjárhæð.
  8. Fjárheimild málaflokksins lækkar í heild um 375,8 m.kr. vegna tímabundinna verkefna sem falla niður. Þar af eru 337,8 m.kr. hjá mennta- og barnamálaráðuneyti vegna stuðnings við úrræði í tengslum við móttöku flóttabarna, 17 m.kr. vegna réttindagæslu barna hjá umboðsmanni barna og 21 m.kr. hjá félags- og vinnumarkaðsráðuneyti.
  9. Fjárheimild málaflokksins lækkar um 30 m.kr. hjá mennta- og barnamálaráðuneyti vegna millifærslu milli málefnasviða.
  10. Fjárheimild málaflokksins lækkar um 7,7 m.kr. vegna flutnings verkefna frá félags- og vinnumarkaðsráðuneyti til heilbrigðisráðuneytis.
  11. Hlutdeild málaflokksins í aðhaldskröfu málefnasviðsins nemur 281,7 m.kr. og er útfært með hlutfallslegri skiptingu niður á stofnanir og verkefni málaflokks.

29.5 Bætur til eftirlifenda

Málaflokkurinn tekur til barnalífeyris vegna andláts foreldris samkvæmt lögum um almannatryggingar. Þá tekur málaflokkurinn til maka- og umönnunarbóta, dánarbóta og barnalífeyris vegna menntunar samkvæmt lögum um félagslega aðstoð en þar er um að ræða heimildargreiðslur sem eru háðar mati hverju sinni. Tryggingastofnun annast framkvæmd málaflokksins. Ekki eru sett markmið eða mælikvarðar um árangur í málaflokknum.

Heildarfjárheimild til málaflokksins fyrir árið 2024 er áætluð 562,5 m.kr. og er óbreytt frá gildandi fjárlögum að frátöldum almennum launa- og verðlagsbreytingum en þær nema 39,4 m.kr.

Engar breytingar eru á hagrænni skiptingu innan málaflokksins.

29.6 Bætur vegna veikinda og slysa

Starfsemi málaflokksins er í höndum Sjúkratrygginga Íslands. Nánar er fjallað um málaflokkinn í fjármálaáætlun, þar á meðal ábyrgðarskiptingu, helstu áskoranir og tækifæri, markmið og mælikvarða um árangur o.fl.

Í eftirfarandi töflu má sjá helstu verkefni málaflokksins árið 2024 og tengingu þeirra við markmið ásamt helstu breytingum sem verða á fjárveitingum á milli ára. Eingöngu eru sýndar breytingar sem verða á fjárveitingum til verkefna frá fjárlögum ársins 2023. Þannig endurspegla fjárhæðir ekki heildarfjárveitingar til verkefna nema í tilvikum þar sem breyting á milli ára felur í sér heildarfjármögnun verkefnisins.

 

Helstu verkefni 2023

Framkvæmdaraðili

Breyting á fjárveitingu til verkefnis

Markmið 1: Auka tryggingavernd þeirra sem sinna umönnunarstörfum

Meta hvort fjölgun er á umsóknum eða samþykktarhlutfalli og meta hvort grípa þurfi til ráðstafana vegna lagabreytinganna.

Heilbrigðisráðuneyti og Sjúkratryggingar Íslands

Innan ramma

Markmið 2: Efla úrbætur og forvarnir vegna atvinnusjúkdóma

Vinna að nánari gagnasöfnun.

Heilbrigðisráðuneyti

Innan ramma

     

Heildarfjárheimild til málaflokksins fyrir árið 2024 er áætluð 2.874 m.kr. og hækkar um 3,3 m.kr. frá gildandi fjárlögum að frátöldum almennum launa- og verðlagsbreytingum en þær nema 194,4 m.kr.

Ekki er um miklar breytingar á hagrænni skiptingu innan málaflokksins að ræða.

Helstu breytingar á fjárheimildum málaflokksins eru eftirtaldar:

  1. Fjárheimild málaflokksins hækkar um 4 m.kr. vegna sambærilegra breytinga á sértekjum.
  2. Hlutdeild málaflokksins í aðhaldskröfu málefnasviðsins nemur 0,7 m.kr.

29.7 Málefni innflytjenda og flóttafólks

Starfsemi málaflokksins er í höndum félags- og vinnumarkaðsráðuneytisins. Einnig falla endurgreiðslur til sveitarfélaga vegna 15. gr. laga um félagsþjónustu sveitarfélaga undir málaflokkinn og eru þær greiðslur á ábyrgð félags- og vinnumarkaðsráðuneytis. Endurgreiðslur til sveitarfélaga vegna 15. gr. barnaverndarlaga falla undir málaflokkinn en greiðslurnar eru á ábyrgð mennta- og barnamálaráðuneytis. Enn fremur sinnir Vinnumálastofnun nú verkefnum vegna flóttafólks sem áður voru hjá Fjölmenningarsetri en þessar tvær stofnanir voru sameinaðar í apríl 2023. Nánar er fjallað um málaflokkinn í fjármálaáætlun, þar á meðal ábyrgðarskiptingu, helstu áskoranir og tækifæri, markmið og mælikvarða um árangur o.fl.

Í eftirfarandi töflu má sjá helstu verkefni málaflokksins árið 2024 og tengingu þeirra við markmið ásamt helstu breytingum sem verða á fjárveitingum á milli ára. Eingöngu eru sýndar breytingar sem verða á fjárveitingum til verkefna frá fjárlögum ársins 2023. Þannig endurspegla fjárhæðir ekki heildarfjárveitingar til verkefna nema í tilvikum þar sem breyting á milli ára felur í sér heildarfjármögnun verkefnisins.

 

Helstu verkefni 2024

Framkvæmdaraðili

Breyting á fjárveitingu til verkefnis

Markmið 1: Aukin tækifæri flóttafólks til félagslegrar þátttöku og virkni í íslensku samfélagi

Vinnumálastofnun býður þeim sem hlýtur vernd upp á samfélagsfræðslu

Vinnumálastofnun

Innan ramma

Vinnumálastofnun býður þeim sem hlýtur vernd upp á íslenskunámskeið.

Vinnumálastofnun

120 m.kr.*

Vinnumálastofnun býður þeim sem ekki eru virkir á vinnumarkaði upp á vinnumarkaðsúrræði. Hagstofan skráir tölur um atvinnuþátttöku.

Vinnumálastofnun

Innan ramma

Markmið 2: Hækkandi hlutfall flóttafólks í samræmdri móttöku

Framlengja samninga um samræmda móttöku við þau sveitarfélög sem eru með gildandi samning

Vinnumálastofnun og félags- og vinnumarkaðsráðuneyti

Innan ramma**

Fjölga hámarksfjölda notenda í samningum um samræmda móttöku hjá þeim sveitarfélögum sem eru með gildandi samning.

Vinnumálastofnun og félags- og vinnumarkaðsráðuneyti

900 m.kr.**

Fjölga sveitarfélögum sem gera samninga um samræmda móttöku.

Vinnumálastofnun og félags- og vinnumarkaðsráðuneyti

Innan ramma**

     

* Fjárheimild til að standa straum af íslenskunámskeiðum fyrir innflytjendur og flóttafólk fellur undir málaflokk 30.1 hjá Vinnumálastofnun

** Fjárheimild til að efla samræmda móttöku flóttafólks á við allar aðgerðir sem falla undir markmið nr. 2.

Heildarfjárheimild til málaflokksins fyrir árið 2024 er áætluð 4.714,3 m.kr. og hækkar um 2.063,2 m.kr. frá gildandi fjárlögum að frátöldum almennum launa- og verðlagsbreytingum en þær nema 222,6 m.kr.

Engar breytingar eru á hagrænni skiptingu innan málaflokksins.

Helstu breytingar á fjárheimildum málaflokksins eru eftirtaldar:

  1. Fjárheimild málaflokksins er aukin um 1.850 m.kr. til að standa straum af auknum endurgreiðslum til sveitarfélaga vegna 15. gr. laga um félagsþjónustu sveitarfélaga, nr. 40/1991. Samhliða er felld niður tímabundin heimild að fjárhæð 500 m.kr.
  2. Fjárheimild málaflokksins er aukin um 900 m.kr. til að efla samræmda móttöku flóttafólks hjá sveitarfélögum. Samhliða er felld niður tímabundin heimild að fjárhæð 350 m.kr.
  3. Fjárheimild málaflokksins lækkar um 175 m.kr. vegna tímabundinna verkefna sem falla niður.
  4. Fjárheimild málaflokksins lækkar um 125,1 m.kr. vegna sameiningar Fjölmenningarseturs og Vinnumálastofnunar í apríl 2023. Fjárheimild flyst til Vinnumálastofnunar.
  5. Hlutdeild málaflokksins í aðhaldskröfu málefnasviðsins nemur 36,7 m.kr. og er hlutfallslega skipting útfærð niður á stofnanir og verkefni málaflokks.
Til baka
Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Stjórnarráðsins. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum