Síðustu úrskurðir

628/2016. Úrskurður frá 6. júlí 2016

Endurmenntun Háskóla Íslands krafðist frestun réttaráhrifa úrskurðar 

úrskurðarnefndar um upplýsingamál nr. 622/2016 sem kveðinn var upp 7. júní 2016. 

Úrskurðarnefndin benti á að í úrskurðarframkvæmd nefndarinnar hefði verið lagt til grundvallar að með heimildarákvæði 1. mgr. 24. gr. upplýsingalaga væru fyrst og fremst höfð í huga tilvik þar sem í húfi séu tiltölulega mikilvægir hagsmunir, ekki síst hagsmunir einkaaðila, sem gætu verið skertir með óbætanlegum hætti ef veittur yrði aðgangur að gögnum með upplýsingum um þá, í andstöðu við ákvæði upplýsingalaga eins og þau kynnu síðar að verða skýrð af dómstólum. Úrskurðarnefndin taldi ekkert hafa komið fram í málinu sem gæti breytt mati nefndarinnar í máli því sem lauk með úrskurði nr. 622/2016. Var því kröfunni hafnað. 

Lesa meira

627/2016. Úrskurður frá 7. júní 2016

Í málinu kærði A meðferð Landsbankans hf. á áskorun um framlagningu gagna í einkamáli aðila. Kæru kæranda var vísað frá þar sem upplýsingalög taka ekki til Landsbankans sbr. auglýsing nr. 600/2013. 

Lesa meira

Eldri úrskurðir