Síðustu úrskurðir

658/2016. Úrskurður frá 31. október 2016

Kærð var afgreiðsla Borgarskjalasafns á beiðni um upplýsingar um kæranda sjálfan, en kærandi hafði fengið afhent gögn þar sem afmáðar voru upplýsingar um aðra einstaklinga. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál tók fram að Borgarskjalasafn hefði vegið hagsmuni þessara einstaklinga gegn hagsmunum kæranda að fá aðgang að upplýsingunum og leiddi skoðun nefndarinnar ekki annað í ljós en að matið samræmdist ákvæðum 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga og 2. mgr. 30. gr. laga nr. 77/2014. Hin kærða ákvörðun var því staðfest.

Lesa meira

657/2016. Úrskurður frá 31. október 2016

Kærð var afgreiðsla sýslumannsins í Vestmannaeyjum á beiðni um aðgang að upplýsingum um fjölda þinglýstra húsaleigusamninga og kaupsamninga um húsnæði á tilteknu tímabili. Af hálfu sýslumanns kom fram að upplýsingar um fjölda samninga væru ekki fyrirliggjandi hjá embættinu. Úrskurðarnefndin tók fram að af 1. mgr. 5. gr. upplýsingalaga leiði að almenningur eigi rétt til upplýsinga í fyrirliggjandi gögnum í vörslum stjórnvalda, en stjórnvöldum sé hvorki skylt að útbúa ný skjöl né taka saman tölulegar upplýsingar úr skjölum sínum sínum samkvæmt lögunum. Kæru kæranda var því vísað frá. Lesa meira

Eldri úrskurðir