Síðustu úrskurðir

640/2016. Úrskurður frá 12. ágúst 2016

Deilt var um aðgang að gögnum sem vörðuðu gjafsóknarbeiðni fyrrum eiginkonu kæranda í dómsmáli á milli þeirra. Talið var að um rétt kæranda til aðgangs að gögnunum færi eftir 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Úrskurðarnefndin taldi hins vegar að réttur fyrrum eiginkonu kæranda til þess að efni gagnanna færi leynt, vægi þyngra en réttur kæranda til aðgangs og staðfesti synjun ráðuneytisins með vísan til 3. mgr. 14. gr. upplýsingalaga.

Lesa meira

639/2016. Úrskurður frá 12. ágúst 2016

Kærð var synjun innanríkisráðuneytisins á afhendingu greinargerðar um fjárhagslegt samband ríkis og kirkju en gagnabeiðnin var reist á 5. gr. upplýsingalaga. Innanríkisráðuneytið bar því við að um væri að ræða gagn sem tekið hafi verið saman fyrir ráðherrafund og væri það því undanskilið aðgangi á grundvelli 1. tölul. 6. gr. upplýsingalaga. Úrskurðarnefndin vísaði til þess að þótt greinargerðin bæri ekki skýrlega með sér að hafa sérstaklega verið tekin saman fyrir ráðherrafund hefði nefndin ekki forsendur til þess að draga skýringar ráðuneytisins í efa. Var því synjun ráðuneytisins staðfest.

Lesa meira

Eldri úrskurðir