Síðustu úrskurðir

670/2017. Úrskurður frá 30. janúar 2017

Kærð var afgreiðsla forsætisráðuneytis á beiðni um aðgang að samantekt um síma og tölvur sem fyrrverandi ráðherra lét taka saman fyrir ríkisstjórnina. Ráðuneytið studdi ákvörðun sína við 1. tl. 6. gr. og 1. tl. 10. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012. Í úrskurði úrskurðarnefndarinnar kom fram að ekki væru efni til að draga þær skýringar ráðuneytisins í efa að umbeðið gagn hafi verið tekið saman fyrir ráðherrafund, sbr. 1. tl. 6. gr. upplýsingalaga. Synjun forsætisráðuneytisins var því staðfest. Lesa meira

669/2017. Úrskurður frá 30. janúar 2017

Deilt var um aðgang að gögnum í tengslum við athugun Lyfjastofnunar á afhendingu kæranda á lyfjum til tiltekinna heilbrigðisstofnana. Úrskurðarnefndin tók fram að ekki væri séð að Lyfjastofnun hefði tekið afstöðu til beiðni kæranda um hluta beiðninnar. Um önnur umbeðin gögn tók nefndin fram að kærandi væri tilgreindur í þeim og þau hefðu að geyma upplýsingar um hvernig hann afgreiði lyf. Kærandi var talinn eiga rétt til aðgangs á grundvelli 1. mgr. 14. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012, sem ekki yrði takmarkaður vegna 3. mgr. ákvæðisins. Lesa meira

Eldri úrskurðir