Síðustu úrskurðir

643/2016. Úrskurður frá 29. ágúst 2016

Kærð var synjun lögreglustjórans í Vestmannaeyjum á beiðni um afrit af lögregluskýrslum og dagbók lögreglu. Kæru var vísað frá á grundvelli 1. mgr. 4. gr. upplýsingalaga þar sem fram kemur að lögin gilda ekki um rannsókn sakamála. Lesa meira

642/2016. Úrskurður frá 29. ágúst 2016

Ritstjóri fjölmiðils kærði synjun lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á beiðni um netföng og vinnusímanúmer hjá starfsmönnum á ákærusviði. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál komst að þeirri niðurstöðu að ekki væri skylt að birta almenningi slíkar upplýsingar á grundvelli 1. mgr. 7. gr. upplýsingalaga og staðfesti synjun lögreglunnar. Lesa meira

Eldri úrskurðir