Síðustu úrskurðir

651/2016. Úrskurður frá 20. september 2016

Óskað var eftir skýrslum tiltekins starfslaunaþega í vörslum stjórnar listamannalauna. Beiðninni var synjað á grundvelli 9. gr. upplýsingalaga þar sem þær hefðu að geyma einkahagsmuni starfslaunaþegans. Úrskurðarnefndin tók fram að almenningur eigi ríkan rétt til aðgangs að gögnum um ráðstöfun opinberra hagsmuna. Sá réttur verði hins vegar almennt að víkja fyrir þeim hagsmunum listamanna að upplýsingar um verk í vinnslu og ófullkomin verk, hugmyndir að verkum, ferlum við sköpun listverka og afstöðu listamanna til verka sinna séu ekki á almannavitorði, sbr. 71. og 73. gr. stjórnarskrárinnar. Staðfest var synjun stjórnar listamannalauna á þeim hluta skýrslnanna sem hafa að geyma slíkar upplýsingar en kæranda heimilaður aðgangur að því sem eftir stendur.

Lesa meira

650/2016. Úrskurður frá 20. september 2016

Deilt var um rétt kæranda til aðgangs að gögnum sem tollstjóri safnaði um hann við komu til landsins á Keflavíkurflugvelli. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál komst að þeirri niðurstöðu að umbeðin gögn lytu að rannsókn sakamáls í skilningi 1. mgr. 4. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 að teknu tilliti til hlutverks tollstjóra samkvæmt 4. mgr. 9. gr. lögreglulaga og 183. gr. tollalaga. Kæru var því vísað frá úrskurðarnefndinni.

Lesa meira

Eldri úrskurðir