Hoppa yfir valmynd
2. september 1998 Forsætisráðuneytið

B-31/1998 Úrlausn frá 2. september 1998 í málinu nr. B-31/1998

Úrlausn

Álitsumleitan Almannavarna ríkisins um úrlausn á beiðni um aðgang að upplýsingum. Hlutverk úrskurðarnefndar. Kæruheimild. Stjórnvöld geta ekki borið álitaefni um túlkun upplýsingalaga undir úrskurðarnefnd um upplýsingamál.

Með bréfi, dagsettu 26. ágúst 1998, barst úrskurðarnefnd um upplýsingamál beiðni Almannavarna ríkisins um álit nefndarinnar á því, hvort skylt væri að afhenda gögn um snjóflóðin á Súðavík og á Reykhólum á Barðaströnd í janúar 1995. Í bréfi úrskurðarnefndar til Almannavarna ríkisins, dagsettu 2. september 1998, sagði m.a. svo: "Af þessu tilefni skal tekið fram að hlutverk úrskurðarnefndar um upplýsingamál er skv. V. kafla upplýsingalaga nr. 50/1996 að leysa úr ágreiningsmálum um aðgang að upplýsingum hjá stjórnvöldum. Samkvæmt 14. gr. laganna er heimild til að bera mál undir nefndina bundin við þann sem synjað er um aðgang að gögnum á grundvelli upplýsingalaga. Stjórnvöld geta því ekki borið einstök álitaefni um túlkun upplýsingalaga undir úrskurðarnefnd, enda kæmi það í veg fyrir að nefndin gæti síðar fjallað um sama mál á kærustigi. - Af þessum sökum er ekki unnt að verða við erindi yðar... ."

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum